MD Reykjavík gefur út fjölbreytt úrval upplýsinga- og afþreyingarmiðla fyrir ferðamenn.
MD Reykjavík veitir alhliða kynningarþjónustu fyrir ferðaþjónustuaðila um land allt. Fyrirtækið er stofnað árið 2013 en hefur vaxið og dafnað síðan þá í krafti vandaðrar og faglegrar starfsemi. Útgáfan á vegum fyrirtækisins er fjölbreytt, allt frá upplýsingaritum fyrir íslenska sem og erlenda ferðamenn yfir í afþreyingarrit sem fjalla um það helsta í íslensku samfélagi í máli og myndum.
Við erum fagaðilar í prenti sem einbeita sér fyrst og fremst að því að veita upplýsingar um land og þjóð fyrir ferðamenn. Meðal miðla MD Reykjavíkur má nefna What’s On miðilinn og Iceland Review sem eru meðal rótgrónustu enskumælandi miðla landsins. Þar að auki gefum við út kortin Map of Iceland og Map of Reykjavík sem hafa notið mikilla vinsælda. Þá vinnum við náið bæði með Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ við útgáfu á upplýsingaritunum Reykjavík City Guide og Akureyri and the North Guide. Einnig vinnum við með Reykjavík Excursions að útgáfu á afþreyingarritinu RE Magazine. Loks má nefna upplýsingarit fyrir sjálfkeyrandi ferðalanga líkt og Around Iceland og safnabókinni Museum Guide.
Við leggjum mikla áherslu á að halda góðu sambandi við aðila í ferðaþjónustunni ásamt því að gæta þess að dreifing sé í samræmi við efnistök hvers miðils fyrir sig. MD Reykjavík rekur einnig upplýsingamiðstöðvar á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, sem rúmlega 300.000 manns heimsækja á hverju ári.
Við erum stolf af því sem við gerum og reynum alltaf eftir fremsta megni að hafa allar upplýsingar upp á tíu. Efnið er unnið innanhús með teyminu okkar af innlendum og erlendum starfsmönnum, en þar kemur saman yfirgripsmikil þekking á landi og þjóð. Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Ef þú vilt vita meira um útgáfuna eða auglýsingar, ekki hika við að hafa samband.
MD Reykjavík
Laugavegur 3, Reykjavik
+354 537-3900
[email protected]
Sölustjóri
Sigurþór Marteinn
+354 899-2255
[email protected]
Pantanir
[email protected]