Íslandsbækurnar Around Iceland eru einar viðamestu leiðsögubækurnar um Ísland. Hafa þær komið út í áraraðir og innihalda þær ítarlegar upplýsingar um bæjarfélög og áfangastaði um land allt. Bækurnar koma út á ensku og þýsku í 120.000 eintökum á ári (90.000 á ensku, 30.000 á þýsku). Bækurnar eru einna helst hugsaðar fyrir self-drive ferðamenn. Eru bækurnar í dreifingu allt árið á helstu ferðamannastöðum víðsvegar um landið.