What’s On in Reykjavík er einn helsti upplýsingamiðill ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu. Blaðið hefur komið út síðan 1982 og er gefið út mánaðarlega í 12.000-15.000 eintökum. Því er dreift á flesta gististaði í Reykjavík, sem og á helstu ferðamannastaði á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingamiðstöðvar What’s On og vefurinn whatson.is styðja við útgáfuna og sjá til þess að öllum upplýsingaþörfum ferðamanna sé fullnægt.